Bloggađ um bćkur

Síđustu dagana hef ég haft ýmislegt lesefni nćrhendis. Í Kolaportinu fann ég og fékk fyrir lítiđ, ágćta minningabók Lúđvígs Hjálmtýssonar ferđamálastjóra, skráđa af Páli Líndal. Á götum Reykjavíkur heitir bókin og segir ţar frá mannlífi og menningu í höfuđstađnum fyrr á tíđ. Fróđleg bók sem kom út fyrir um tuttugu árum. Ţá hef ég sömuleiđis veriđ ađ lesa eina af mörgum ágćtum viđtalsbókum Valtýs Stefánsonar ritstjóra Mogunblađsins. Af nýmetinu er ég búinn međ forsetasögu Guđjóns Friđrikssonar og svo bćkur eftir tvo góđa vini mína, ţá Óttar Sveinsson og Finnboga Hermannsson. Bók Óttars, sem fjallar um flóttann mikla frá Vestmannaeyjum í eldgosinu, er hörkuspennandi og vel upp byggđ. Skrifuđ í liprum blađamennskustíl enda náđi ég ađ renna mér í gegnum bókina á innan viđ klukkutíma. Í húsi afa míns, bók Finnboga, gef ég sömuleiđis góđan vitnisburđ. Bókin vel stíluđ, hugljúf berskusaga frá eftirstríđsárunum og hefur töluverđa djúpristu. Margt má lesa milli línanna og ađ ósekju hefđi bókin mátt vera lengri. Ađ svo mćltu óska ég lesendum bloggpistla minna gleđilegrar hátíđar.

Kveđja,

Sigurđur Bogi


Gjafmild Jóhanna

Ţetta er fínt mál. Ađ vísu láta opinberir ađilar oft eitthvađ af hendi rakna til góđgerđarsamtaka sem gjarnan starfa skv. ţjónustusamningum viđ sveitarfélögin og ríkiđ. Fjárveitingar frá ríkinu eru ýmsum skilmálum háđar, enda segir í stjórnarskrá ađ heimild ţurfi í lögum fyrir öllum greiđslum úr ríkissjóđi. Máliđ er ţví alls ekki svo einfalt ađ Jóhanna Sigurđardóttir, í góđmennskukasti á messu heilags Ţorláks, hafi ákveđiđ ađ sletta milljónum á báđar hendur í ţau samtök sem nefnd eru í ţeirri frétt sem bloggfćrsla ţessi er tengd viđ. Máliđ er hins vegar klćtt í ţann búning ađ Jóhanna sé gjafmildi ráđherrann. En Guđ láti gott á vita. Viđ ţurfum breytta forgangsröđun í ţjóđfélaginu, nú ţegar svo margir eiga á brattann ađ sćkja.

 


mbl.is 5 milljónir til styrktar félaga- og hjálparsamtaka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekki til einnar nćtur

Geir H. Haarde forsćtisráđherra segir, ađ ekki standi til ađ gera neinar breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar í bráđ, ađ minnsta kosti ekki fyrr en landsfund Sjálfstćđisflokksins í lok janúar. Ţar er ćtlan flokksins ađ skýra sína eigin stefnu í Evrópumálum og komast ađ brúklegri niđurstöđu til framtíđar. Rétt er ađ hafa í huga ađ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráđherra og formađur Samfylkingar, sagđi í útvarpsviđtali á dögunum ađ samstarfi ţeirra tveggja flokka sem nú mynda ríkisstjórn vćri sjálfhćtt ef niđurstađa landsfundar Sjálfstćđisflokksins yrđu sú ađ Evópusambandsađild kćmi ekki til greina. Ég tel ţví ađ Geir meti stöđuna ţannig, ađ ef stjórnarsamstarfiđ er ađ renna út í sandinn taki ţví ekki ađ gera breytingar nú. Horfa ţurfi langt fram í tímann - og tjalda til fleiri en einnar nćtur

 


mbl.is Geir: Engar ráđherrabreytingar fyrirhugađar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af myndugleik

Í litlu landi eins og hér komumst viđ illa hjá ţví ađ persónur og leikendur í ţjóđarleikhúsinu tengist ekki međ einhverju móti. Til skamms tíma hafa slíkt tengsl milli manna ekki ţótt neitt tiltökumál, en međ vitundarvakningu síđustu ára horfir máliđ öđruvísi viđ. Nú ţarf allt ađ vera uppi á borđinu. Sumir leggja á flótta ţegar fjölmiđlar benda á tengsl en Gísli Tryggvason tekur á málunum af myndugleik. Segir sig frá máli peningamarkađssjóđa um leiđ og bróđir hans Tryggvi tekur viđ stjórn Landsvaka. Ţeir brćđur eru synir Margrétar Eggertsdóttur og Tryggva Gíslasonar áđur skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Ţetta er fínt. Svona eiga menn ađ vinna hlutina.

 


mbl.is Vanhćfur í málefnum peningamarkađssjóđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Reisn stórbóndans

Ef ráđherrar ríkisstjórnarinnar fćru ađ dćmi Ólafs myndu ţeir slá vopnin úr höndum ţeirra sem hćst hafa og mómćla mest. Ţađ er reisn yfir ţessu framtaki stórbóndans á Bessastöđum. Hver rífur kjaft viđ forseta sem bíđur upp á kaffi! Ţetta minnir annars svolítiđ á söguna af ţví ţegar verkfallsmenn sátu fyrir Ólafi Thors á Strandarheiđi ţegar hann var á leiđ til Keflavíkur endur fyrir löngu.  Forsćtisráđherrann las stöđuna hárrétt. Vippađi sér út úr bílnum. "Strákar, komiđi međ mér ég ţarf ađ míga." Halarófan fylgdi - og andófiđ var úr sögunni. Hver vildi ekki pissa međ forsćtisráđherranum?

Ólafur Ragnar Grímsson


mbl.is Ólafur og Dorrit buđu mótmćlendum upp á kaffi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Í siđuđu samfélagi!

Hćkkun verđbólgu nú, helgast međal annars af hćkkun áfengisgjalds og bensínskatta. Hlutur ríkisvaldsins í málinu er ósmár. Stjórnvöld hefđu ekki átt ađ hćkka álögur međ ţeim hćtti sem gert er, međal annars til ađ draga úr verđbólgu. Enn undarlegra er ađ hćkka skatta á sama tíma til stendur ađ draga úr opinberri ţjónustu og auka gjaldtöku, međal annars á sjúkrahúsum. Hćrri gjöld og minni ţjónusta ríma ekki. En hér ber annars allt ađ sama brunni. Rétt er ađ minna á ţau spakmćli sem Indriđi H. Ţorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur stundum haft yfir: ađ skattar séu ţau gjöld sem viđ greiđum fyrir siđađ samfélagi. Í ljósi ţessara orđa er ekki hćgt ađ réttlćta hćrri skattgreiđslur. Ástandiđ nú er fjarri ţví sem gerist í siđuđum samfélögum.

 


mbl.is Verđbólgan mćlist 18,1%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kreppan verđur djúp

Fróm eru orđ spámannsins sem stýrir Alţjóđa gjaldeyrissjóđnum (AGS) um ađ ríkisstjórnir heimsins verđi ađ auka útgjöld. Međ slíku megi tryggja hagvöxt og koma í veg fyrir ađ kreppan mikla verđi jafn djúp og allt bendir til. Í ţessu sambandi er hins vegar vert ađ hafa í huga ađ niđurskurđur íslenskra stjórnvalda nú er međal annars af hálfu AGS. Okkur er gert ađ draga úr útgjöldum á sama tíma og ađrar ţjóđir séu hvattar til hins öndverđa. Verulega er stýft af skv. fjárlagafrumvarpi nćsta árs og enn meira verđur skoriđ af á árinu 2010 skv. ţví sem ráđherrar hafa greint frá. Hér tekur hvađ í annars horn. Niđurskurđur nú mun ţví leiđa til ţess ađ kreppan á Íslandi verđur mjög djúp. Innspýting í hagkerfiđ međal annars međ mannaflsfrekum framkvćmdum hefđi heilmiklu breytt.

 


mbl.is
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Huglaust gjamm

Nafnlausar sendingar, eins og auglýsendur í DV hafa fengiđ, eru í eđli sínu alvarlegar. Vćntanlega er ţó hér um ađ rćđa ómerkilegt gjamm í huglausu fólki. Ţegar ég starfađi á DV, 2001 til 2004, bárust mér nokkrum sinnum nafnlaus bréf og símtöl. Ţćr sendingar voru frá fólki sem greina mátti ađ hefđi stórundarlegan ţankagang og sumir gengu varla heilir til skógar. Satt ađ segja gef ég ekkert fyrir ţennan válista, fyrr en nöfn ađstandenda hans koma fram. Og eitthvađ segir mér ađ ţeir hinir sömu séu "minni spámenn" eins og stundum er sagt. Annars hugsa ég í dag stundum međ söknuđi til gömlu flokksblađanna. Enginn ţurfti ađ velkjast í vafa um fylgisspekt ţeirra viđ flokkanna - sem eru vel ađ merkja lýđrćđislegar fjöldahreyfingar. 


mbl.is Auglýsendum DV hótađ međ válista?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekki föđurbetrungur!

Í ţćttinum Vikulokin í morgun nefndi Steingrímur J. Sigfússon ţá garpa íslenskra stjórnmála sem stóđu vaktina og tryggđu hagsmuni Íslendinga í ţorskastríđunum ţremur. Útfćrsla landhelginnar hefur skilađ Íslendingum miklu og átt sinn ţátt í ţví ţeirri velsćld sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Margir lögđu ţar hönd á plóginn, en sérstaklega má nefna Lúđvík Jósepsson sjávarútvegsráđherra og Einar Ágústsson utanríkisráđherra frá 1971 til 1978. Og mikiđ eru ţađ stórkostlega undarleg örlög ađ sonur Einars, Sigurđur sem var starfandi stjónarformađur Kaupţings, sé einn höfuđsmiđur ađ hruninu mikla - öndvert afreki föđur hans í landhelgismálum. Ţetta kallast ađ vera ekki föđurbetrungur. En kannski gengur betur nćst.

 


mbl.is Sölu á Kaupţingi í Lúx ađ ljúka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Háskólinn, Grilliđ og Kleppur

Ljóst var strax ađ brimskafl bankakreppunnar tćki međ sér út ţúsundir starfa. Til ađ bregđast viđ ađsteđjandi atvinnuleysi ákváđu háskólarnir ađ taka nýnema um áramót. Nú eru ţćr fyrirćtlanir í uppnámi, ţar sem fjárveitingar eru ekki til stađar. Allt er í klessu. Satt ađ segja minnir ţetta mál svolítiđ á atriđiđ úr kvikmyndinni Englum alheimsins ţegar geđsjúklingarnir af Kleppi fóru á Grilliđ á Hótel Sögu, röđuđu í sig stórsteikum og drukku hin dýru vín. Báđu ţjónana ađ máltíđ lokinni svo um ađ hringja á lögregluna, ţar sem ţeir Kleppararnir vćru auralausir. Eins er fjárveitingarnar til háskólana. Nýnemum eru gefin góđ fyrirheit en ţegar allt kemur á daginn eru peningarnir ekki til. Undarlegt hvađ raunveruleikinn er stundum grátbroslegur.

Ţetta er lögreglumál.

Kleppur er víđa.

 


mbl.is Ekki hćgt ađ taka inn nýnema
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband