Fćrsluflokkur: Evrópumál

Línurnar skýrast

Sú ályktun í Evrópumálum sem Framsóknarflokkurinn hefur samţykkt er ţýđingarmikil. Međ henni liggur fyrir, međ skýrum og afdráttarlausum hćtti, hvert flokkurinn skuli stefna hvađ varđar samskipti ESB og Íslands. Sömuleiđis mun stefnumörkun ráđa miklum um niđurstöđur í formannskjöri nk. sunnudag. Nýr formađur verđur jafnframt bundinn af Evrópustefnu flokksţingsins, sem er hiđ fjölmennasta í sögu Framsóknar. Landsfundur Sjálfstćđisflokksins er undir lok mánađarins ţar sem Evrópumálin verđa í brennidepli. Víđa annarsstađar, svo sem hjá samtökum vinnumarkađarins og í ýmsum hagsmunasamtökum, leita menn nú besta lags í Evrópumálum međ ţá von í brjósti ađ hin hrjáđa ţjóđ í norđrinu geti sótt gull í greipar Brussel. Hvort sem sú er raunin er alltjend til bóta, ađ skýrar línur á vettvangi stjórnmálanna liggi fyrir. Slíkt er mikilvćgt veganesti í ţeirri uppbyggingu sem nú er framundan.

 


mbl.is Framsókn vill sćkja um ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţröngsýn sjónarmiđ

Fjallađ er ítarlega um Evrópumálin í nýjasta Bćndablađi og skođanir bćnda í ţeim efnum reifuđ. Er ţar vitnađ til funda sem forysta bćnda hélt međ umbjóđendum sínum í desember. Viđhorf bćnda í ţessum efnum eru eftirtektarverđ. Fyrst og síđast horfa ţeir á sína eigin stöđu og hvort nánari samvinna viđ Evrópuţjóđir, svo sem međ ađild ađ ESB, sé heppileg í ţví ljósi. Ađ minni hyggju vćri  eđlilegri, víđsýnni og heilbrigđari afstađa ađ nálgast umrćđuna um ESB út frá ţeirri grundvallarspurningu hvort innganga í ESB vćri hagfeld ţjóđinni allri en ekki einstaka atvinnugreinum. Í frásögn Bćndablađsins er vitnađ til ummćla Gunnars Ţorgeirssonar bónda á Efri-Fitjum í Húnaţingi vestra sem telur ţörf á ţví ađ bćndur eigi sinn fulltrúa á Alţingi. Um ţetta sjónarmiđ bóndans húnvetnska vildi ég sagt hafa ađ til setu á löggafasamkomunni ţurfum viđ öđrum fremur ađ velja víđsýnt fólk sem gćtir hagsmuna heildarinnar en ekki einstaka stétta og atvinnugreina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband