Færsluflokkur: Evrópumál

Línurnar skýrast

Sú ályktun í Evrópumálum sem Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt er þýðingarmikil. Með henni liggur fyrir, með skýrum og afdráttarlausum hætti, hvert flokkurinn skuli stefna hvað varðar samskipti ESB og Íslands. Sömuleiðis mun stefnumörkun ráða miklum um niðurstöður í formannskjöri nk. sunnudag. Nýr formaður verður jafnframt bundinn af Evrópustefnu flokksþingsins, sem er hið fjölmennasta í sögu Framsóknar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er undir lok mánaðarins þar sem Evrópumálin verða í brennidepli. Víða annarsstaðar, svo sem hjá samtökum vinnumarkaðarins og í ýmsum hagsmunasamtökum, leita menn nú besta lags í Evrópumálum með þá von í brjósti að hin hrjáða þjóð í norðrinu geti sótt gull í greipar Brussel. Hvort sem sú er raunin er alltjend til bóta, að skýrar línur á vettvangi stjórnmálanna liggi fyrir. Slíkt er mikilvægt veganesti í þeirri uppbyggingu sem nú er framundan.

 


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þröngsýn sjónarmið

Fjallað er ítarlega um Evrópumálin í nýjasta Bændablaði og skoðanir bænda í þeim efnum reifuð. Er þar vitnað til funda sem forysta bænda hélt með umbjóðendum sínum í desember. Viðhorf bænda í þessum efnum eru eftirtektarverð. Fyrst og síðast horfa þeir á sína eigin stöðu og hvort nánari samvinna við Evrópuþjóðir, svo sem með aðild að ESB, sé heppileg í því ljósi. Að minni hyggju væri  eðlilegri, víðsýnni og heilbrigðari afstaða að nálgast umræðuna um ESB út frá þeirri grundvallarspurningu hvort innganga í ESB væri hagfeld þjóðinni allri en ekki einstaka atvinnugreinum. Í frásögn Bændablaðsins er vitnað til ummæla Gunnars Þorgeirssonar bónda á Efri-Fitjum í Húnaþingi vestra sem telur þörf á því að bændur eigi sinn fulltrúa á Alþingi. Um þetta sjónarmið bóndans húnvetnska vildi ég sagt hafa að til setu á löggafasamkomunni þurfum við öðrum fremur að velja víðsýnt fólk sem gætir hagsmuna heildarinnar en ekki einstaka stétta og atvinnugreina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband