Færsluflokkur: Kjaramál

Hagsmunafélag og hugsjónir

Mesta hættan sem félagasamtök, stjórnmálaflokkar og aðrar slíkar hreyfingar standa frammi fyrir er að hugsjónin breytist stofnun. Lagt er upp í mikla vegferð þar sem fólk iðar í skinninu og langar til að hafa áhrif á samfélagið. Í fyrstu gengur allt skínandi vel en í fylling tímans ná loðmulla og vanafesta yfirhöndinni og eldurinn slokknar. Satt að segja ættu Hagsmunasamtök heimilanna að vera óþörf. Inntakið í starfi og stefnu launþegasamtaka eins og ASÍ, er varðstaða um velferð og afkomu heimilanna í landinu. Getur verið að það ágæta fróma markmið hafi snúist upp í andhverfu sína. Mér finnst til dæmis mjög merkilegt að hlusta á forystu launþega stíga á stokk og verja vítisvél verðtryggingarinnar og það á verðbólgutímum. Það er tæplega að ástæðulausu að fólkið í landinu stofnar sín sitt eigið hagsmunafélag sem getur - eins og önnur slík - haft mikil áhrif, takist vel til.

 


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband