Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Engum spurningum svarađ!

Ćtla má ađ víđa í borg og byggđum sé fundađ ţessa dagana. Margir eru ađ stinga saman nefjum um ástand mála í ţjóđfélaginu og bestu leiđirnar út úr vandanum. Sú frétt sem hér er viđhengd er til vitnis um ţađ. Hins vegar er fréttin afskaplega rýr í rođi. "Á fundi talsmanna margra grasrótarhreyfinga um lýđrćđisumbćtur var samţykkt ađ  mynda samstöđu breiđfylkingar međ ţađ meginmarkmiđ ađ koma á nauđsynlegum breytingum og umbótum á íslensku samfélagi," segir í fréttinni - sem spyrja má hvort slíku nafni megi kallast. Spurningin svarar engum ţeirra grundvallarspurninga sem vakna. Hverjar eru ţessar grasrótarhreyfingarnar og hvađa einstaklingar standa ađ baki ţeim. Hverjar eru í einni setningu sagt ţćr breytingar og umbćtur sem ţćr vilja ná fram. Stendur til ađ bjóđa fram í öllum kjördćmum, hver er í forsvari og ţannig gćti ég áfram haldiđ. Ţetta er frétt - um ekki neitt!


mbl.is Unniđ ađ frambođi grasrótarhreyfinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Í 180 gráđur!

Krafan um nauđsyn kosninga kemur úr öllum áttum. Flestir í Samfylkingu tala ţannig og ć fleiri sjálfstćđismenn. Ríkisstjórnin lafir ennţá en ţó er öllum ljóst ađ dagar hennar eru taldir. Athyglisverđ er yfirlýsing Ágústs Ólafs Ágústssonar varaformanns Samfylkingarinnar sem var í broddi fylkingar á fundi Reykjavíkurfélags flokksins ţar sem samţykkt var ályktun um ađ slíta bćri stjórnarsamstarfinu. Eftir fundinn sagđi Ágúst Ólafur hins vegar ađ á međan flokkur hans starfađi međ Sjálfstćđisflokknum í stjórn vćri ţađ af fullum heilindum gert. Međ ţessu tókst litla manninum ađ tala algjörlega í 180 gráđur í stuttu viđtali og varpa jafnframt algjörlega nýju ljósi á ţađ í hverju heilindi í samstarfi felast.

 

 


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Litli karlinn

Varaformađur Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, talar eins og sá sem valdiđ hefur. Vissulega endurspegla krafa hans um kosningar viđhorf margra í hans flokki, en yfirlýsingin hefur ţó sáralitla vigt. Fyrir framvindu málsins skiptir öllu hver eru viđhorf Össurar, Lúđvíks, Björgvins - og svo Ingibjargar Sólrúnar ţegar og ef hún kemur aftur inn í pólitíkina. Held ađ ömurlegt sé ađ vera í stöđu Ágústs Ólafs. Ađ vera nćstur formanni ađ völdum formlega séđ en vera ţegar allt kemur til alls litli karlinn í flokknum og ţađ er í minnst tvöfaldri merkingu ţeirra orđa. Ţetta breytir samt ekki ţví, ađ öll rök hníga ađ ţví ađ kosiđ verđi í vor. En verđur Ágúst Ólafur aftur í frambođi? Ţarf Samfylkingin ekki ađ hreinsa út, eins og ađrir flokkar.

 

 


mbl.is „Eigum ekki ađ óttast ţjóđina“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blćđir í frođu

Ríkisstjórninni blćđir í frođu og lífsmagn hennar fjarar út. Ólíklegt er ađ stjórnin lifi lengi úr ţessu enda er áhugi Samfylkingarfólks á áframhaldandi stjórnarsamstarfi sáralítill. Vinstri flokkarnir tveir hafa sömuleiđis fengiđ byr í seglin til ađ taka höndum saman um samstarf, eftir tilbođ Framsóknarflokks í dag sum ađ verja minnihlutastjórn ţeirra vantrausti, ađ ţví tilskyldu ađ bođađ verđi til kosninga í apríl nk. Ţó tjaldađ yrđi til fárra nátta í minnihlutastjórn vinstri aflanna kemst hún ţó ekki hjá ţví ađ leggja fram trúverđuga stefnu um bráđaađgerđir, í ţágu heimila og fyrirtćkja. Sömuleiđis verđa ţeir forystumenn vinstri flokkanna sem fyrir eru á fleti ađ víkja. Ella er endurreisnin ótrúverđug.
mbl.is „Stjórnarslit fyrir helgi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stappar nćrri ţjófnađi!

Sjúkrahúsin í landinu hafa í tímans rás átt allt sitt undir velvild og stuđningi hverskonar. Mikiđ af lćkningatćkjum ţeirra eru gjafir frá kvenfélögum, karlaklúbbum og ýmsum félögum öđrum. Eru gjafirnar ţá í flestum tilvikum eyrnamerktar viđkomandi stofnun og ćtlast til af gefanda ađ ţćr séu notađar ţar. Nú ţegar til stendur ađ gjörbreyta heilbrigđiskerfinu í landinu, flytja einstaka rekstrarţćtti milli stofnana og leggja niđur á öđrum vaknar sú spurning hvađ verđi um lćkningatćkin. Nefnt hefur veriđ í fréttum hve Hafnfirđingar hafa veriđ ötulir ađ gefa ýmsan búnađ til St. Jósepsspítala í Hafnarfirđi. Er hćgt ađ flytja hann og nota á Keflavíkurspítala. Og vćri hćgt ađ taka búnađ sem gefinn hefur veriđ sjúkrahúsinu á Króknum og nota á FSA. Í mínum huga stappar slík nćrri ađ vera ţjófnađur! Já, ţađ fylgir ţví ekki bara sćlan ein ađ ţiggja gjafir sem ţó eru gefnar af góđum hug!


mbl.is Heimsótti sjúkrahúsiđ á Sauđárkróki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lífeyrissjóđir láni til tónlistarhúss

Skúli Thoroddsen er vel meinandi mađur. Hugmyndir hans um ađ lífeyrissjóđirnir fjármagni byggingu nýs háskólasjúkrahúss eru verđar allrar athygli, enda mikils um vert ađ koma af stađ mannaflsfrekum framkvćmdum í ţví kreppuástandi sem nú varir. Hvert starf skiptir máli. Hönnun nýs Landspítala er ţó hvergi nćrri lokiđ og einhver tími - jafnvel ár - munu líđa uns smíđi ţess getur hafist. Á međan bíđa ţúsundir manna án atvinnu, međ allri ţeirri skelfingu sem ţví fylgir. Og er ţá ekki eđillegt ađ lífeyrisjóđirnir, sem eiga sand af seđlum, láni til tónlistarhússins? Nú er allt stopp í Austurhöfn en ef peningar fást gćtu smiđirnir veriđ komnir á stađinn strax á morgun. Lausnin á ţeirri pattstöđu sem framkvćmdir viđ höllina viđ höfnina eru í virđist blasa viđ, úr ţví framkvćmdastjóri Starfsgreinasambandsins vill ađ lífeyrissjóđirnir láni. Ađ flóknum hlutum er jafnan einföld lausn! Svo byggja menn háskólaspítala ţegar tónlistarhúsiđ er risiđ og međ ţví má halda uppi nćgri atvinnu í framkvćmdageiranum nćstu fimm til sex ár.
mbl.is Vill byggja 120 milljarđa Háskólasjúkrahús
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sögur af ritskođun

Umrćđa um ritskođun í fjölmiđlun sem nú er áberandi er mér ađ flestu leyti óskiljanleg. Tilfinnanlega vantar betri skýringu á ritskođun! Hugmyndir blađamanna um efni ná ekki alltaf í gegn. Stundum eru mál skotin niđur; ţykja af ritstjórum óbrúkleg eđa ekki fréttnćm og viđ slíku er ekkert ađ segja! Stundum ná viđmćlenda og blađamađur ekki saman og ţá getur besti kosturinn veriđ sá ađ birta ekkert. Einu sinni kom í minn hlut á ritstjórn ađ stytta viđtal - alltof langt - sem sem lausapenni út í bć hafđi skrifađ. Sló vel af og viđbrögđin voru ţau ađ ég stundađi ritskođun! Ég man líka eftir ţví ţegar ţáverandi eigendur DV voru í framkvćmdum á Leirubakka í Landsveit og ég fór austur međ ljósmyndara ţar sem viđ skođuđum herlegheitin. Barđi svo saman grein um máliđ, sem ég fékk um síđir mikiđ breytta. Viđ Sigmundur Ernir sem ţá var ritstjóri ákváđum ađ láta greinina rúlla eftir eigendanna óskum, ţví illt er ađ egna óbilgjarnan, eins og segir í Grettissögu. Skrifađi einhverntíma grein um upplýsingabyltinguna og ráđamenn og lofađi ţar Björn Bjarnason fyrir ađ svara öllum erindum sem til hans vćru beint nánast um leiđ. Taldi sjálfsagt ađ nefna ţetta, nema hvađ ţá hringdi Guđni Ágústsson fólvondur og skammađi mig fyrir ađ hćla Birni. Lof um einn ţótti last um annan. Sagđi ađ hann svarađi alltaf öllum erindum fljótt og vel. Líka í tölvupósti. Veit ekkert um sannleiksgildi ţess, nema ađ á ráđherraskrifstofu Guđna var engin tölva!! Er ţetta ritskođun? Nei, ađallega rugl!


Barn í stjórnmálum!

Sálfrćđingar, heilbrigđisstarfsfólk, kennarar og ađrir slíkir mćla gegn ţví ađ börnum sé hlíft viđ krepputali og hafa ţar sálarheill ţeirra í huga. Undir ţetta hélt ég ađ allir gćtu tekiđ. Börn eiga ekki ađ hafa áhyggjur yfir erfiđleikum í hagstjórn eđa pólitík. Enn verra er ţó ţegar fullveđja fólk beitir fyrir sig börnum í pólitískum tilgangi, eins og viđ sáum gerast á mótmćlafundi á Austurvelli í dag. Í fréttum er Dagný Dimmblá sjö ára sögđ hafa veriđ stirni dagsins og mćlt skörunglega. Á hennar aldri var ég afar áhugasamur um stjórnmál og ţvargađi um ţau viđ alla. Flutti ávörp og hafđi uppi stórkostlegar meiningar um hagsmuni ţjóđarinnar. Hef hins vegar fyrir löngu séđ ađ ţetta var ekki beint heppilegt, allra síst fyrir sjálfan mig. Ţví vara ég mjög eindregiđ viđ pólitískum afskiptum barna. Foreldrar sem vilja börnum sínum vel eiga ađ afstýra slíku. Hćfileikum sínum eiga börn ađ finna viđnám međ öđru móti - og ekki flytja ávörp á útifundi fyrr en fullorđinsaldri er náđ.


mbl.is Mótmćlt á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ćrlegur forseti

Endurreisn íslensks ţjóđfélags verđur ekki ađ veruleika, nema fólk spyrji krefjandi spurninga og nálgist hluti međ öđrum hćtti en veriđ hefur. Ađ ţví leyti skapar forseti Íslands okkur gott fordćmi. Hann er ćrlegur ţegar hann segist velta fyrir sér, hvort hann hafi gengiđ of langt í fylgisspekt og ţénustu viđ banka og fjármálafyrirtćki í útrásinni. Nćr hefđi veriđ ađ hlusta á fólkiđ í landinu. Gaman vćri ađ heyra frá ráđherrum ríkisstjórnar, hvort ţeir telji sig hafa gengiđ of langt í ađ mćra útrásarvíkinga og sinna erindum ţeirra. Ţeir ţurfa ađ gera hreint fyrir sínum dyrum - rétt eins og forsetinn hefur gert. Bessastađabóndinn bođar átak viđ ađ reisa Ísland úr öskustó. Ég styđ slíkt af heilum hug, en óttast hins vegar ađ í yfirstandandi harđćri sé hver sjálfum sér nćstur. Fólk telji sig eiga nóg međ sitt. Vona ţó hiđ gangastćđa. En mikiđ er áhugavert ađ lesa bloggpistla dagsins um nýársávarpiđ. Afstađan fylgir í grófum dráttum hefđbundnum línum flokkastjórnmála ţar sem sjálfstćđismenn eiga ómögulegt međ ađ komast upp úr pólitískum skotgröfum.

 


mbl.is Ţjóđarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skattaparadís í sveitinni

Útsvarslćkkun í Fljótsdalshreppi sýnir í hnotskurn fráleita skipan sveitarfélaga í landinu, sem ekki er í takt viđ tímann. Tekur á engan hátt miđ af núverandi ţjóđfélagsađstćđum; ţađ er vinnumarkađi, samgöngum, skólahaldi og svo framvegis. Fljótsdćlingar njóta útsvarstekna af Kárahnjúkavirkjun og geta fyrir vikiđ haldiđ álagningu í lágmarki. Sama gildir um nokkra ađra fámenna sveitahreppa sem njóta jađartekna. Má ţar nefna Ásahrepp í Rangárvallasýslu sem hefur fasteignagjöld af virkjunum á Tungnársvćđinu. Ţar í sveit er útsvar í lćgstu gildum. Sama er uppi á teningnum í Grímsnes- og Grafningshreppi í Árnessýslu og Skorradal í Borgarfirđi ţar sem hreppssjóđirnir fitna ógurlega af fasteignatekjum af sumarhúsum. Stćkkun sveitarfélaga ein og sér leysir ekki allan vanda, eins og sumir vilja vera láta. Patentlausnir virka sjaldnast. En ađ fámennir sveitahreppar geti í ljósi óvenjulegra ađstćđna orđiđ ađ einskonar skattaparadís er auđvitađ rugl.

 


mbl.is Eitt sveitarfélag lćkkar útsvar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband