Í siðuðu samfélagi!

Hækkun verðbólgu nú, helgast meðal annars af hækkun áfengisgjalds og bensínskatta. Hlutur ríkisvaldsins í málinu er ósmár. Stjórnvöld hefðu ekki átt að hækka álögur með þeim hætti sem gert er, meðal annars til að draga úr verðbólgu. Enn undarlegra er að hækka skatta á sama tíma til stendur að draga úr opinberri þjónustu og auka gjaldtöku, meðal annars á sjúkrahúsum. Hærri gjöld og minni þjónusta ríma ekki. En hér ber annars allt að sama brunni. Rétt er að minna á þau spakmæli sem Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur stundum haft yfir: að skattar séu þau gjöld sem við greiðum fyrir siðað samfélagi. Í ljósi þessara orða er ekki hægt að réttlæta hærri skattgreiðslur. Ástandið nú er fjarri því sem gerist í siðuðum samfélögum.

 


mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband