12.3.2009 | 09:27
Heyskapur við Austurvöll
Grautarhugsun af völdum þreytu leiðir af sér óskapnað. Einmitt þetta ætti þingheimur að hafa í huga nú, þegar lagafrumvörpum er mokað inn í þingið sem afgreiða skal í grænum hvelli. Reyndar eru slík vinnubrögð á löggjafasamkomunni bæði gömul saga og ný og margur er illa brenndur af soði slíks aulaháttar. Þingfundir standa yfir frá morgni og langt fram á kvöld; rétt eins og bændur sé að bjarga heyi undan rigningu. Man enn hvað ég var þreyttur eftir tuttugu tíma törn við að tína heybagga um árið. Hefði ekki treyst mér í að setja landinu leikreglur þá jafn lúinn og ég var orðinn. Í heyskap við Austurvöll er hins vegar allt leyfilegt.
Þingstörf þenjast út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 09:11
Skynsamur í dáðlítilli stjórn
Gylfi Magnússon er talar skynsamlega. Metur stöðuna í sérhverju af raunsæi til að mynda þegar hann segir aðgerðir í þágu heimilanna verða stórum auðveldari þegar fyrir liggur að minnstur hluti þeirra er með húsnæðislán sín í erlendri mynt. Nú þurfum við hins vegar að sjá hvort Gylfi Magnússon hefur uppi í erminni einhverjar þær tillögur fyrir þá sem eru skuldugir upp fyrir haus vegna húsnæðiskaupa - og hvort dáðlítil ríkisstjórn sem hann situr í, hefur bolmagn til að koma frómum markmiðum sínum fyrir vind. Fátt liggur eftir stjórnina enn sem komið er - sem þó ætlaði sér að frelsa heiminn á 90 dögum.
Fjölmargir standa vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 22:26
Ljúft og leitt!
Það er ljótt að segja ósatt og ekki ætla ég að bera blak af þeim aulum sem hafa haldið einhverju því fram um Hörð Torfason sem stenst ekki. Hins vegar mega þeir, sem hafa verið í forystu á þrjátíu útifundum og gefið út ýmsar mjög svo gildishlaðnar yfirlýsingar, alltaf búast við því að fá föst skot á móti. Þau orð sem Hörður lét falla til dæmis um Geir H. Haarde í kjölfar frétta um að hann hefði greinst með krabbamein þóttu mér yfirdrifin og er ekki einn um þá skoðun. Hörður hefur sem virkur þátttakandi í þjóðmálunum safnað glóðum elds að höfði sér og má því reikna reikna með ýmsum athugasemdum; ljúfum og leiðum eftir atvikum.
Hörður Torfason: ólaunað og sjálfsprottið starf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 16:37
Röggsamur raunsæismaðuur!
Um Sigurð Inga Jóhannsson hef ég gott eitt að segja. Hann er traustur maður og hefur verið farsæll í störfum sínum, bæði sem dýralæknir og sveitarstjórnarmaður í Hrunamannahreppi. Í hvert skipti sem við hittumst tökum við tal og ber margt á góma - og ég fer jafnan glaður af hans fundi og fullur bjartsýni á framtíðina. Hann er röggsamur raunsæismaður. Einmitt slíka menn þurfum við á þing; nú sem aldrei fyrr.
Sigurður Ingi í fyrsta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 14:29
Atvinnurekendur eða launþegar!
Ekkert ólöglegt samráð hjá BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 13:56
Kaupþingsmenn og Lalli Johns
Lánveitingar stjórnenda Kaupþings til eigenda bankans og sín sjálfra orka mjög tvímælis. Leiða má að því rök að þeir hafi tæmt bankann innan frá. Ef gjörningurinn er löglegur er hann siðlaus. Hef annars oft velt fyrir mér hvernig Kaupþingsmenn komust jafn langt og raun ber vitni. Upplýsinginar sem fram hafa komið eftir fall bankans hafa vakið með mér grunsemdir um að stjórnendur bankans og náhirð þeirra hafi sitthvað á samviskunni. Ætla að spara mér að nota orðið þjófnaður. Sumir eru reyndar í mikilli framför og hafa tekið upp breytta siði. Í Kolaportinu um daginn bað Lalli Johns mig um að gefa sér aur, sem hann hefði þó einhverntíma aflað sér með einfaldari aðferðum.
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 11:03
Hagkaupir ærir og særir
6.3.2009 | 15:48
Hvað er að óttast?
Hvalveiðar hér við land hafa ekki verið stundaðar svo neinu nemi í tuttugu ár. Á þeim tíma hafa öll viðmið breyst og í því ljósi má í raun segja að við séum á núllpunkti hvað varðar hvalveiðar. Í hvert sinn sem veiðar á hval eru til umræðu spýtast yfir þjóðina ályktanir frá dýraverndunarfélögum og talsmönnum ferðaþjónustunnar um hve stórkostlegur skaði sé í uppsiglingu, enda þótt aldrei hafi reynt á hvort svo sé eða verði. Þess vegna tel ég ágætt að við brýnum nú skutlana og höldum á miðin og látum einfaldlega á það reyna hvort veiðarnar leiði til þess að sala á íslenskum fiski dragist saman, ferðamönnum sem hingað komi fækki, hvalaskoðun leggist af og svo framvegis. Eitthvað segir mér að fátt muni breytast; í núverandi efnahagsástandi má til dæmis gera ráð fyrir því að viðhorf fólks til auðlindanýtingar verði önnur en var. Reynslan frá haustinu 2006 var fárra daga afturkippur í sölu á íslenskum vörum en þegar árið var gert upp kom í ljós að ferðamannastraumur hingað var aldrei meiri og fiskurinn seldist prýðilega. Er eitthvað að óttast?
Lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðum hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 14:13
New Deal
Ekkert er nýtt undir sólinni, segir máltækið. Ríkisstjórnin grípur til gamalkunnra húsráða til að vinna bug á erfiðu atvinnuástandi og samdrætti. Í heimskreppunni í Bandaríkjunum upp úr 1930 var gripið til þess ráðs að dæla opinberum fjármunum inn í hagkerfið og koma þannig af stað framkvæmdum. Í sumum tilvikum voru vinnuflokkar látnir grafa skurði og í kjölfar þeirra komu aðrir og mokuðu ofan í holuna. Allir fengu laun fyrir sem aftur jók verslun og kom hreyfingu á viðskiptalífið. Efnahagskenning þessi var nefnd New Deal og hefur æ síðan þótt gott kreppumeðal. Má raunar benda á að í þeim erfiðleikum sem íslenskt þjóðfélag gekk í gegnum um 1968, þegar síldin hvarf og þorskblokk féll í verði vestanhafs, voru settar af stað margvíslegar framkvæmdir, svo sem bygging íbúðablokka í Breiðholti, álver við Strumsvík og virkjun við Búrfell. Átti það sinn þátt í því að kreppan þá varð ekki jafn langvinn og óttast var í fyrstu - og með samstilltu átaki ættu þeir erfiðleikar sem þjóðinni mæta nú ekki að þurfa að verða ýkja langvinnir.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 13:48
Nauðsynlegur stuðningur!
Hverju orði er sannara að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman. Þjóðin er þessa mánuðina að sigla í gegnum miklar þrengingar sem reyna á þolrifin og krefjast fórna. Einmitt þess vegna er okkur svo mikilvægt að hafa að öðru að hverfa en brauðstritinu, vöxum eða myntkörfulánum. Stuðningur ríkisins við listir og menningarstarfsemi við núverandi aðstæður er því bráðnauðsynlegur. Og nú sem aldrei fyrr eiga þeir sem völdin hafa að styrkja sérstaklega t.d. rithöfunda sem hafa verið í hlutverki gagnrýnenda. Velþekkt er sú staðreynd t.d. að Sigurður A. Magnússon rithöfundur - sem í tímans rás hefur óspart gagnrýnt margt í þjóðfélaginu - hefur aldrei fengið heiðurslaun listamanna frá Alþingi og hefur andstöðu sjálfstæðismanna þar verið borðið við. Kannski að Katrín kippi því í liðinn.
Leggur til breytingar á listamannalaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |