Ljúft og leitt!

Það er ljótt að segja ósatt og ekki ætla ég að bera blak af þeim aulum sem hafa haldið einhverju því fram um Hörð Torfason sem stenst ekki.  Hins vegar mega þeir, sem hafa verið í forystu á þrjátíu útifundum og gefið út ýmsar mjög svo gildishlaðnar yfirlýsingar, alltaf búast við því að fá föst skot á móti. Þau orð sem Hörður lét falla til dæmis um Geir H. Haarde í kjölfar frétta um að hann hefði greinst með krabbamein þóttu mér yfirdrifin og er ekki einn um þá skoðun. Hörður hefur sem virkur þátttakandi í þjóðmálunum safnað glóðum elds að höfði sér og má því reikna reikna með ýmsum athugasemdum; ljúfum og leiðum eftir atvikum.

 

 

 


mbl.is Hörður Torfason: „ólaunað og sjálfsprottið“ starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband