Atvinnurekendur eða launþegar!

Hvað varðar úrskurð Samkeppniseftirlitsins um brot Bændasamtaka Íslands á samkeppnislögum er mikilvægri spurningu ósvarað, þeirri hvort samtökin séu samráðsvettvangur fyrirtækja eða stéttarfélag bænda. Samkeppnislögum samkvæmt er fyrirtækjum óheimilt að hafa með sér samráð um verðlagningu en launþegar hafa með sér lögleg stéttarfélög sem sjá um samninga um kaup og kjör. Mikilvægt er að sem fyrst verði allri óvissu um þetta grundvallaratriði eytt. Sjálfur tel ég réttara að bændur teljist í hópi atvinnurekenda; enda eru umsvif á hverju búi mikil og veltan skiptir oft milljóna tugum á ári. Þá koma bændur að rekstri afurðastöðva og eiga þar mikilla hagsmuna að gæta sem eigendur fyrirtækjanna. Sé á bloggsíðum að einstaka menn telja úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera einskonar níðingsbragð gagnvart bændum sem "starfi af heilindum" eins og formaður samtakanna, Haraldur Benediktsson, segir í yfirlýsingu sinni sem er tilfinningahlaðin og veitir ekki svör við þeim spurningum sem brenna á mér og sjálfsagt fleirum. Reyndar merkilegt hvað bændur eiga jafnan erfitt með að meðtaka gagnrýni. Minnist þar meðal annars samtals við bóndakonu norður í landi fyrir nokkrum árum sem taldi mig hinn versta mann enda starfaði ég á DV þar sem réði ríkjum Jónas Haraldsson sem skrifaði níð um bændastéttina. Málefnalegt, ekki satt?
mbl.is Ekkert ólöglegt samráð hjá BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband