Kaupþingsmenn og Lalli Johns

Lánveitingar stjórnenda Kaupþings til eigenda bankans og sín sjálfra orka mjög tvímælis. Leiða má að því rök að þeir hafi tæmt bankann innan frá. Ef gjörningurinn er löglegur er hann siðlaus. Hef annars oft velt fyrir mér hvernig Kaupþingsmenn komust jafn langt og raun ber vitni. Upplýsinginar sem fram hafa komið eftir fall bankans hafa vakið með mér grunsemdir um að stjórnendur bankans og náhirð þeirra hafi sitthvað á samviskunni. Ætla að spara mér að nota orðið þjófnaður. Sumir eru reyndar í mikilli framför og hafa tekið upp breytta siði. Í Kolaportinu um daginn bað Lalli Johns mig um að gefa sér aur, sem hann hefði þó einhverntíma aflað sér með einfaldari aðferðum.

 


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband