15.3.2009 | 13:47
Maður sjaldgæfrar gerðar
Árni Johnsen er maður sjaldgæfrar gerðar. Hefur einstakt samband við kjósendur í Suðurkjördæmi og hlutlaus afstaða gagnvart honum er nánast ómöguleg. Mér finnst vænt um Árna. Árni vinnur málum í kjördæminu brautargengi með oft óvenjulegum aðferðum - og má í því sambandi minnast útvarpsviðtals við hann á síðasta ári hvar hann sagðist í raun og sann ekki vera ýkja pólitískur maður. Hans metnaður stæði fyrst og síðast væri síðast að vinna með fólkinu og fyrir það. Einmitt þessi orð eru kjarni málins - og því þarf ekki að koma á óvart að Árni skuli hafa náð 2. sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í því víðfeðma kjördæmi sem nær frá Vatnsleysuströnd og austur í Lón.
Ragnheiður Elín sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |