Þingmaður horfins tíma

Jón Bjarnason talar á Alþingi fyrir veröld sem var. Hann berst á hæl og hnakka þegar leggja á af eða stytta á afgreiðslutíma í bönkum og pósthúsum þar sem koma fimm til tíu viðskiptavinir á dag, hann vill húsmæðraskóla aftur til vegs og virðingar, á dögunum skrifaði hann grein um snjómokstur í Árneshrepp á Ströndum og telur sömuleiðis afleitt að Samkeppniseftirlitið skuli hafa sektað forystu bænda fyrir ólöglegt samráð um hækkun búvöruverðs sem bitnar á neytendum. Þá vildi hann á sínum tíma lækkun álaga á eldsneyti bifreiða, þar sem slíkt bitnaði á dreifbýlisfólki. Að þingmaður flokks sem kenni sig við umhverfisvernd bryddi upp á slíku máli er afar kúnstugt. Nýjasta málið er svo barátta Jóns fyrir tilvist Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem er mengandi stóriðja inn í miðjum kaupstað. Má af því ráða að sjónarmið umhverfisverndar séu léttvæg fundin í huga þingmann hinnar grænu stjórnmálahreyfingar .

 


mbl.is Jón Bjarnason leiðir í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband