Undarlegir Sandgerðingar

Í annari grein laga um grunnskóla segir, að hlutverk skólanna sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og undirbúa þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Skuli starfshættir mótast af umburðarlyndi og kærleika, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Um þetta má segja að hrikalegt eineltismál rímar alls ekkert við umburðarlyndi né kærleika. Sömuleiðis er mjög undarlegt að starfsfólkíð harmi sjálfsagða umfjöllun um einelti. Að þegja yfir slíku er ekki til þess fallið að auka þroska nemenda eða búa þá undir þáttur í lýðræðislegu þjóðfélagi, þar sem frjáls umræða og eðlilegur fréttaflutningur af því sem miður fer - og sömuleiðis hinu jákvæða - er nauðsynlegur. Fréttir af máli þessu voru almennt hófstillar en skiljanlega sveið mörgum undan, því sérhver er sannleikanum sárreiðast. Að öðru leyti má segja um ályktun starfsfólks Sandgerðisskóla að þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki það síðasta sem reynt er að skjóta sendiboða vondra tíðinda.

 


mbl.is Viðbrögð skólastjórnenda til fyrirmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband