Ef frumlegt skal byggja!

Enginn getur breytt fortíðinni þó vissulega hafi margur gert tilraunir til slíks, þá aðallega með sjálfsblekkinum ef ekki lygi. Hins vegar er okkur bráðnauðsynlegt að þekkja fortíðina og vitna til hennar, svo við getum dregið lærdóm af mistökum þeirra sem ruddu brautina. Nú er í sjálfu sér alveg bráðgott að svonefnd endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokkinn ætli að horfa til framtíðar. Ekki veitir af. Hins vegar er hrikalega illt í efni ef ekki að líta á það sem gerst hefur, það er atburði síðustu mánuða sem verða þjóðinni hrikalega dýrkeyptir. Ég hélt einmitt að endurreisnarnefndin þyrfti mjög nauðsynlega að kryfja orðna hluti til mergjar því "að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja," eins og segir í ljóðinu.

 


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband