22.2.2009 | 17:04
Ćrlegur Atli
Stjórnarfar í Bretlandi byggist á hefđum sem skapast hafa á löngum tíma. Ekki ţarf ađ dveljast langan tíma í Lundúnaborg til ađ upplifa niđ aldanna og ţá sterku menningarhefđ sem mótar borgarbraginn. Eftir ţví sem fleiri fréttir koma fram um háttalag útrásarvíkinganna svonefndu má ţví ljóst vera ađ ríkisstjórnin breska setti ekki hryđjuverkalögin á Íslendinga af ţví einu ađ Brown og Darling voru í geđvonskukasti. Lánveitingar til vildarvina, arđgreiđslur og hressilegar útborganir úr peningamarkađsstjóđum međ ţeim afleiđingum ađ ţúsundir Breta voru logsviđnir fjárhagslega gáfu stjórnvöldum í Bretlandi ćriđ tilefni ađ láta hart mćta hörđu. Í raun er samúđ mín í ţessu máli međ Bretum en ekki minni eigin ţjóđ. Atli Gíslason er eins og ég ţekki hann mađur réttsýnn og ćrlegur. Ég er sammála ţeirri skođun hans ađ setja eigi ţá sem öllu réđu í bönkunum á válista og í viđskiptabann. En ţá er líka rétt ađ ţingmanns beiti sér fyrir lagasetningu sem gerir útrásarvíkingana útlćga. Ćtti slíkt í raun og sann ađ vera hćgur vandi nú ţegar Vinstri grćnir, flokkur Atla, á ađild ađ ríkisstjórn.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |