Davíð í þriðju persónu

Öll viljum við halda sjálfsvirðingunni og standa meðan stætt er. Bréf Davíðs er ágætt dæmi um þetta. Sumt í bréfi hans til forsætisráðherra nær máli og er bærilega rökhelt en annað er skætingur og röfl. Og merkileg eru orð Davíðs um Ingimund Friðriksson sem hann segir "tákmynd fyrir ærlegan, traustan og gegnumvandaðan banka- og embættismann" og að goðgá sé að "flæma vammlausan embættismann úr starfi" eins og komist er að orði. Ber hér á því sérstaka viðhorfi að þeir sem gegna opinberum störfum skuli vera alfriðaðir, líkt og ernir og æðarfuglinn. Kúnstugast í bréfi Davíð er þó þegar hann talar upphafið um sjálfan sig í þriðju persónu. Af hverju segir maðurinn ekki einfaldlega ÉG.  
mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband