Vor við sæinn

Enn er miður vetur og langt að grænum grösum. Kuldaboli fer hamförum og bítur í kinnar hvers einasta manns. En lögmálinu samkvæmt vorar fyrst við sæinn. Úti við Gróttu var í dag bærilega hlýtt og gaman að ganga um. Fjöldi fólks var á rölti þarna á eiðinu - sem brosti og bauð góðan dag. Brátt fer veturinn að lina á tökum sínum - og eitthvað segir mér að í framhaldinu fari staða efnahagsmála eitthvað að skána. Síðustu mánuðir hafa verið líkastir heimsskautaleiðangri sem ég vona að fari að enda.

Grótta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband