Gott innlegg Sigmundar

Sigmundur Ernir átti góða spretti í viðtalinu hér á Mbl, þar sem hann nefndi þau mál sem hann hyggst beita sér fyrir nái brautargengi í pólitíkinni. Nefndi þar meðal annars hagsmuni fjölskyldnanna í landinu; fólksins sem á börn í skóla og þarf að vinna langan vinnudag til að sjá sér og sínum farborða. Sagði Sigmundur að þetta fólk ætti sér fáa málsvara í hagsmunagæslunni. Þetta er fínt innlegg. Þegar allt kemur til alls er hver sjálfum sér næstur þegar kemur að því að taka viðhorf til fólks og flokka. Að geta búið sæmilega að fjölskyldunni er það sem skiptir fólk mestu og í raun má segja að fjölskyldupólitíkin í sinni víðustu merkingu hafa snertiflöt í öllum öðrum málaflokkum. Viðhorf Sigmundar eru í raun og sann prýðileg og að mínu skapi - skárri en harðlífið sem svo margir brydda uppá.

 


mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband