28.1.2009 | 16:41
Aukaframboðin
Samkvæmt því sem fram kom í fréttum í morgun eru Samfylking og VG ósammála um kjördag. VG vilja kjördag sem allra fyrst og í ágætum bloggpistli segir Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokks það vitanlega helgast af því að vinstri grænir vilji ekki gefa nýjum framboðum svigrúm. Með því að undirbúningstíminn sé sem skemmstur sjái VG möguleika á að kaffæra ný framboð í fæðingu. Líklega er þetta rétt. Þannig sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður VG fyrir síðustu kosningar efnislega að aukaframboð eins og Íslandshreyfingin væru til þess eins fallin að trufla kosningabaráttuna og þá flokka sem fyrir væru. Aukaframboðin, sem svo eru nefnd, eru samkvæmt þessu stórhættuleg og þá pólitíkusa sem lengst hafa staðið vaktina er goðgá að trufla.
Býst við stjórn á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |