Guðinn af Ströndum

Framboð Guðmundar Steingrímssonar í Norðvesturkjördæmi er tiltölulega rökrétt. Föðurafi hans, Hermann Jónassonar, var frá Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði og þar var faðir hans Steingrímur Hermannsson í sveit sem strákur. Steingrímur var frá 1971 til 1987 þingmaður Vestfirðinga. Hermann Jónasson var lengst þingmaður Strandamanna og þar nyrða lifa enn ýmsar helgisagnir um manninn.

"Þið trúið heitar á Hermann en Guð og þó sést hann hér sárasjaldan," sögðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við framsóknarmenn á Strandasýslu þegar þeir skynjuðu dræmar undirtektir. 

"Ja, við trúum nú samt á Guð - og hann höfum við aldrei séð," svöruðu framsóknarkarlarnir þá á móti.

Guðmundur Steingrímssonar á því góðs að vænta á sínum nýju pólitísku veiðilendum.

 

 


mbl.is Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband