Áriđ 1989

Fyrir tuttugu árum voru ađalleikarar ríkisstjórnarinnar ţeir Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Í stjórnarandstöđu voru sjálfstćđismennirnir Ţorsteinn Pálsson og Davíđ Oddsson, borgarstjórinn sem ţá var ört rísandi stjarna. Önnur áberandi voru til dćmis Jóhanna Sigurđardóttir og Össur Skarphéđinsson var líklegur til ađ láta ađ sér kveđa, eins og kom á daginn. Ţá hafđi ung kona sem átti sína fortíđ í Kvennalistanum vakiđ eftirtekt, sú var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í stéttabaráttunni voru Jakinn og Bjargvćtturinn helstu garparnir, ţeir Guđmundur J. Guđmundsson og Einar Oddur Kristjánsson sem nú eru báđir horfnir fyrir horniđ. Ţriđji stórleikarinn var Ögmundur Jónasson ţá nýlega kjörinn formađur BSRB, enda tíđkađist ţá sem nú ađ velja ţekkta fréttamenn í sjónvarpinu til forystu í félagsmálum.

Merkilegt má kalla ađ nánast allt ţađ fólk sem hér er nefnt er enn á fullu. Bessastađabóndi fer međ stjórnarmyndunarumbođiđ og uppi í Mosfellssveit situr Jón Baldvin hvar hann mćlir sem hinn alvitri mađur og horfir reiđur um öxl. Allt ţjóđfélagiđ hverfist nú sem fyrr um Davíđ, seđlabankastjórann sem á sínum tíma felldi Ţorsteinn í formannskjöri í Sjálfstćđisflokknum. Og Ţorsteinn birtist okkur nú sem hinn yfirvegađi leiđarahöfundur Fréttablađsins, sem skilgreinir ţjóđfélagiđ međ býsna athyglisverđum hćtti og kemur oft međ óvćnt sjónarhorn á mál.

Jóhanna sem eitt sinn sagđi ađ sinn tími kćmi verđur vćntanlega forsćtisráđherra áđur en vikan er úti og Össur er á góđri siglingu. Einasta breytingin sem orđiđ hefur virđist mér sú ađ Steingrímur Hermannsson er hćttur í pólitík en Guđmundur sonur hans tekinn viđ keflinu og ćtlar fram á hinum fornu veiđilendum föđur síns og afa.

Ţađ er ekkert nýtt undir sólinni.


mbl.is Nýtt verk, sömu leikarar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband