4.5.2009 | 11:13
Sólskinsviðtöl og vandinn mikli
Á stóru skilti þar sem er ekið er inn í Reykjanesbæ, heimabæ Svanbergs Hjelms, stendur stórum stöfum hve mikið íbúum þar hefur fjölgað á undanförnum árum. Sömuleiðis hefur oft mátt lesa "sólskinsviðtöl" í fjölmiðlum við Árna Sigfússon bæjarstjóra þeirra Reyknesinga um mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu og möguleika á að sá vöxtur héldist til lengri tíma. Allt virðist þetta hafa verið á sandi byggt. Reykjanesbær er skuldugur upp fyrir haus rétt eins og fjölmargir íbúanna sem slóu lán meðal annars vegna íbúðakaupa. Reyndar skiptir landafræði engu máli í þessu sambandi. Kaldur veruleikinn er sá að þúsundir fjölskyldna um allt land eru að komast á vonarvöl vegna atvinnuleysis, okurlána og offjárfestinga. Þetta setur sveitarfélög, bæði Reykjanesbæ og önnur, í hræðilegan vanda og fréttir að undanförnu benda raunar til þess að þeim verði um megn að veita þá félagslegu aðstoð sem íbúarnir eiga tilkall til, meðal annars samkvæmt stjórnarskrá.
Kikna undan skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |