3.5.2009 | 13:32
Í olíuna úr öskustónni
Hringekjan er komin á fullan snúning. Þjóðin er í öskustó útrásarævintýris bankanna en starfsemi þeirra átti að vera ný stoð undir þjóðarbúskapinn. Sá atvinnuvegur brást með hrapalegum hætti. Ætli olíuævintýrið verði svipað, ef það kemst einhverntíma fyrir vind? Merkilegt, að stjórnvöld ætla alltaf að frelsa þjóðina út úr ánauð með patenlausnum í atvinnumálum; svo sem skuttogaravæðingu, loðdýraeldi, laxarækt, fjarvinnslu, líftækniðnaði, fjármálastarfsemi og þannig mætti áfram telja. Og svo velti ég fyrir mér, af hverju það er eitthvað sérstakt keppikefli að íbúum fjölgi á NA-horni landsins. Fólk flytur einfaldlega þangað þar sem það hefur atvinnu og finnur hamingjuna. Er vandamál þótt fólk vilji eiga heima á SV-horni landsins eða sérstakt fréttaefni og óskaplega gleðilegt þótt íbúum kunnu að fjölda við Bakkaflóa og Þisilfjörð.
Íbúum fjölgi með olíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |