26.4.2009 | 10:40
Öfgakona kveður!
Á lokaspretti kosningabaráttunnar lét Kolbrún Halldórsdóttir frá sér fara, mjög svo undarleg ummæli um andstöðu sína við olíuvinnslu á Drekasvæðinu svonefnda. Strax og fréttin þar um var komin í loftið setti hún í bakkgírinn og sama gerði Steingrímur J. Sigfússon, enda þótt fréttamaður Stöðvar 2 þyrfti nánast að neyta aflsmunar til að fá afstöðu formannsins í ljós. Á tíu ára þingferli sínum hefur Kolbrún um margt verið, að mínum dómi, öfgafull í afstöðu sinni til umhverfismála, enda þótt ég efist ekki um góðan vilja hennar. En mér leiðast allir öfgar í hvaða átt sem þeir eru og finnst því meinlaust þótt krafta Kolbrúnar njóti ekki lengur við á Alþingi.
Ráðherra féll af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |