26.4.2009 | 09:59
Þrír vinnufélagar
Úrslit kosninganna eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Sé, þegar ég renni augum hér á Moggavefnum yfir myndir af nýjum þingmönnum, að þar eru gamlir vinnufélagar mínir. Við Guðmundur Steingrímsson störfuðum saman á Tímanum 1991 og leiðir mín og Róbert Marshall sköruðust þegar hann starfaði á Degi um skeið. Sá þriðji er Sigmundur Ernir Rúnarsson sem var ritstjóri minn á DV 2001 til 2003. Að sjá þessa birtast nú á Alþingi þarf ekki að koma á óvart því bæði blaðamennska og pólitiík snúast um það sama, það er menn og málefni og að finna leiðir og lausnir. Þessum þremur köppum - eins og öðrum - óska ég velfarnaðar á löggjafasamkomunni.
27 nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |