19.4.2009 | 11:20
Ekki jafn svæsið ...!
Eftir því lengur hefur liðið, hefur komið í ljós að sú skuldasúpa sem íslenskir skattgreiðendur sitja í, vegna ábyrgða ríkisins á skuldbindingum föllnu bankanna, er ekki jafn hrikaleg og útlit var fyrir í fyrstu. Þetta sannar lögmálið: það sem er stórmál í fyrstu er sjaldnast ekki jafn svæsið þegar stundir fram líða. Vonandi gildir þetta líka um skuldir heimilanna, finna þarf lausnir svo fólkið og heimilin í landinu geti náð sér upp úr hrikalegu dýki og skuldasúpu - og eitthvað segir mér að þegar gengi krónunnar styrkist og vextir lækka megi leysa mál margra illra staddra fjölskyldna. Hvernig sem velkist í veröldinni - þá heldur lífið áfram og hið góða sigrar alltaf að lokum.
Óvænt fé í íslenskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |