Álfar út úr hól!

Að framboð fái að kynna sig og sitt með einum hætti fyrir einar kosningar er ekki endilega ávísun á að staðið skuli að kynningu á RÚV með líku lagi fyrir þær næstu. Sjónarmið um að reynt sé að þagga niður í nýjum framboðum er einfalt og ódýrt trix til að komast í umræðunni undir þeim formerkjum að framboðin nýju sé fórnarlömb ofríkis og ólýðræðislegra fjölmiðla. Hvað varðar svo framboðin nýju, Borgarahreyfinguna og Lýðræðishreyfinguna, þá var innlegg þeirra í umræðuþáttinn úr NA-kjördæmi í Sjónvarpinu í gær frekar ómerkilegt. Frambjóðendurnir höfðu fátt til málanna að leggja, voru vandræðalegir í allri framgöngu og  virkuðu á mig satt að segja eins og álfar út úr hól! 
mbl.is Segja þaggað niður í nýjum framboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband