Að bjarga verðmætum

Fyrir tveimur árum eða svo hefðu fréttir dagsins efalítið fjallað um veldi og viðgang íslenskra kaupsýslumanna. Á árunum 2005 til 2007 byggðu þeir sjálfum sér ógnarstór musteri sem síðan reyndist ekki annað en fallvaltar spilaborgir. Í dag erum við hins vegar aftur farin að sjá fréttir sem þessa: um aflahrotu við suðurströndina þegar komið er fram undir páska - þegar allir þurfa að leggja hönd á plóg við að bjarga verðmætum sem aftur skapar fólki ágætar tekjur. Og frómt frá sagt. Mér finnst gaman að lesa svona fréttir: sögur af fólki sem er að skapa verðmæti og sofnar heiðarlega þreytt að kveldi.

 


mbl.is Vertíðarstemmning í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband