Rétt og rangt!

Þegar sú staðreynd virðist blasa við að sjálftökumenn Íslands hafi leikið lausum hala um langa hríð vaknar sú spurning hverjar ástæður þess séu. "Hvernig gat þetta gerst," spyrjum við okkur gjarnan í kjölfar vofveiflega atburða og leitum skýringa. Í raun og sann finnast mér svarið blasa við; göt voru í girðingum þannig að sjálftökumenn gátu gengið á lagið og farið sínu fram. Og þeir þurftu á stundum ekki að beita neinum sértökum töfrabrögðum enda svaf eftirlitskerfið að ekki sé talað um stjórnmálamenn sem setja eiga landinu leikreglur. Eftir hrunið mikla munu sjálfsagt einhverjir vænta ærlegrar og tímabærrar tiltektar og að hér verði byggt upp heilbrigðara samfélag. Sjálfur reikna ég ekki með slíku. Mannkynssagan vitnar um að fólk lærir sjaldnast af dæmum hennar heldur fer sínu fram - og þegar vænta má fjárhagslegs ávinnings verða margir slegnir blindu á hvað er rétt og rangt.

 


mbl.is Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband