13.3.2009 | 11:22
Á ábyrgð Alþýðuflokksins
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hreinsar andrúmsloftið með því að biðja Breiðavíkurdrengina afsökunar. Rétt er þó að halda mikilsverðu atriði til haga í þessu sambandi; því að vistheimilið vestra var ein af undirstofnunum menntamálaráðuneytisins og með húsbóndavald þar frá 1956 til 1971 fór Gylfi Þ. Gíslason ráðherra Alþýðuflokksins og það er einmitt tímaskeiðið sem miskaverkin í Breiðuvík áttu sér stað. Löngum hafa svonefndir jafnaðarmenn gumað af afrekum sínum í velferðarmálum og víst gerðu þeir margt ágætt. En Breiðavíkurmálið er hluti af svartri fortíð Alþýðuflokksins.
Afsökunarbeiðni fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |