Hagkaupir ærir og særir

Þetta er alveg á mörkunum! Til mín barst fyrir helgina veglegur bæklingur frá Hagkaupum þar sem auglýstir eru Danskir dagar í verslunum fyrirtækisins. Auglýst eru salöt, ostar, gosdrykkir, sælgæti, ostar, brauð og sitthvað fleira – eitthvað sem einnig er framleitt hér á landi. Á síðustu vikum hefur verið rekinn stífur áróður fyrir því að velja íslenska framleiðslu enda megi með því spara gjaldeyri og skapa störf þegar svo margir ganga bónleiðir til búðar í atvinnuleysinu. Einmitt þess vegna finnst mér sem stjórnendur Hagkaups bæði æri og særi þjóðina með sínum Dönsku dögum. Ríkisstjórnin tilkynnti í fyrir helgina átaksverkefni og margvíslegar sem skapa eiga 4.000 ný störf. Leggi verslanir svo sitt af mörkum með því að stilla íslenskum vörum í framlínu má skapa enn fleiri störf. Hagkaupsmenn eru hins vegar alveg úti á túni hvað þetta varðar – fyrirtækið sem eitt sinn var sagt besta kjarabót Íslendinga.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband