6.3.2009 | 13:48
Nauðsynlegur stuðningur!
Hverju orði er sannara að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman. Þjóðin er þessa mánuðina að sigla í gegnum miklar þrengingar sem reyna á þolrifin og krefjast fórna. Einmitt þess vegna er okkur svo mikilvægt að hafa að öðru að hverfa en brauðstritinu, vöxum eða myntkörfulánum. Stuðningur ríkisins við listir og menningarstarfsemi við núverandi aðstæður er því bráðnauðsynlegur. Og nú sem aldrei fyrr eiga þeir sem völdin hafa að styrkja sérstaklega t.d. rithöfunda sem hafa verið í hlutverki gagnrýnenda. Velþekkt er sú staðreynd t.d. að Sigurður A. Magnússon rithöfundur - sem í tímans rás hefur óspart gagnrýnt margt í þjóðfélaginu - hefur aldrei fengið heiðurslaun listamanna frá Alþingi og hefur andstöðu sjálfstæðismanna þar verið borðið við. Kannski að Katrín kippi því í liðinn.
![]() |
Leggur til breytingar á listamannalaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |