Ódýr syndaaflausn!

Inntak yfirlýsingar endurreisnarefndar Sjálfstæðisflokksins er í grunninn hið sama og Bubbi Morthens söng um árið; Ekki benda á mig! Mér segist svo hugur að gild rök megi fyrir því færa að bæði fólk og eins sú stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins, sem fylgt hefur verið síðustu átján árin, hafi brugðist. Veruleiki flókinna mála er sjaldnast svo einfaldur að hægt sé að koma með afdráttarlausar yfirlýsingar, hvað þá í risavöxnum harmleik eins og hruni íslenska efnahagskerfisins. En fyrst virðuleg nefnd spekinga við háborðið í Valhöll veitir flokki sínum afdráttarlausa syndaaflausn og segir einstaka menn bera ábyrgð á hruninu - væri gaman að vita hvaða menn nákvæmlega endurreisnarnefndin hefur í huga. Allt á að vera uppi á borðinu og mikilvægt er að tala skýrt.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband