Stórkostlega hallærislegt!

Fjölmennt starfslið vinnur í ráðuneytinum; fólk sem hefur víðtæka reynslu og góða þekkingu á hinum aðskiljanlegustu málum. Stundum er hins vegar bráðnauðsynlegt að fá utanaðkomandi fólk í einstaka verkefni; til dæmis þegar gera þarf úttekt á málum og velta við hverjum steini. Gildir þar að glöggt sé gests augað. Í einkarekstrinum eru svona vinnubrögð alsiða og þar þykir raunar sjálfsagt mál að útvista þeim verkþáttum sem ekki eru á kjarnasviði viðkomandi fyrirtækis. Slíkt gefur yfirleitt mjög góða raun. Þess vegna finnst mér stórkostlega hallærislegt þegar aðkeypt ráðgjöf í ráðuneytunum er gerð tortyggileg, þótt vissulega sé á stundum hægt að skrifa djúsí fréttir um meinta glæpi í því sambandi.

 


mbl.is Menntamálaráðuneytið greiddi 9 milljónir til verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband