24.2.2009 | 09:42
Skólaminningar frá Selfossi
Það er svo undarlegt að ég minnst ekki eineltis á þeim árum þegar ég var í skóla á Selfossi. Hins vegar hefur mælikvarðinn breyst. Þó einhver færi grátandi heim eftir að hafa verið misþyrmt af hrekkjusvínunum þótti það ekkert tiltökumál og má þar vísa til orðatiltækisins um að enginn sé annars bróðir í leik. Ég get svo bætt því við hér í framhjáhlaupi að einstaka kennarar sem við skólana á Selfossi á þessum tíma, á árunum um og eftir 1980, hefðu betur fengist við annað en að starfa með börnum og unglingum. Sumir þeirra voru fullkomlega kolómögulegir í starfi þótt í þeirra hópi væru líka hæfileikaríkir kennarar með hjarta úr gulli. Þar nefni ég sérstaklega minn gamla skólastjóra; Óla Þ. Guðbjartsson. Vænta má að innan tíðar - þess vegnar síðar í dag - muni þeir sem málum ráða á Selfossi koma með einhverja yfirlýsingu þar sem sagt verður að ástandið sé ekki svona slæmt, fréttaflutningur þessi sé óábyrgur, skaði metnaðarfullt skólastarf og svo framvegis. Ég gef ekkert fyrir slíkt. Veit að Mogginn fer ekki fram með svona fréttir nema hafa alla heimildavinnu í lagi. Þegar allt kemur til alls er raunar fínt að fá þetta fram; umræða er súrefni opins og lýðræðislegs samfélags og sannleikurinn gerir okkur frjáls.
Einelti látið viðgangast á Selfossi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |