23.2.2009 | 11:30
Fiskur undir steini
Í þessari stuttu klausu liggur fiskur undir steini. Þegar Kjartan Ólafsson lýsir því yfir að hann vilji "ákveðna endurnýjun" á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi þýðir það á mannamáli að hann vill burt með nokkra af meðframbjóðendum sínum: Árna Mattthiesen, Björk Guðjónsdóttur og Árna Johnsen sem ég nefni einhver nöfn. Kjósendur eiga því einfaldlega kröfu á að frambjóðandinn tali skýrt. Annars er tilkynning frambjóðandans afskaplega rýr í roði; hann talar um að leiða "listann til góðra verka," eins og það er orðað. Auðvitað vilja allir styðja svo vel meinandi mann - en hver eru góðverkin? Er mikið svigrúm til eins né neins þegar munu Íslendingar synda í skuldasúpu um ókomna tíð. Vinur minn, Kjartan í Hlöðutúni, þarf að útlista stefnumál sín betur.
Sækist eftir 2. sæti í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |