Að mála mynd af þjóðfélagi!

Er ekki sagt um pólitíkina í dag að til staðar sé rík krafa um endurnýjun? Og að við þurfum að fá til leiks fólk sem hefur ráð undir rifi hverju og er þess megnugt að losa þjóðinni út úr þeirri hræðilegu prísund sem við erum komin í. Þeir mætu myndlistarmenn sem voru kennarar Árna Björns eru allt velþekktir myndlistarmenn. Myndir Hrings Jóhannessonar eru til dæmis ljómandi fallegar. Sama get ég sagt um málverk Árna Björn sem hann hefur stundum sýnt í anddyri Laugardalslaugar. En ég er samt ekki viss um að kunnátta í kúnstverki sé endilega það sem þarf ef menn ætla að breyta samfélaginu og bæta það. Til að takast slíkt risaverkefni á hendur þarf fólk að hafa sterkar skoðanir og verksvit - svo raungera megi hugsjóninar. Þannig nefnir Árni Björn hvergi hugmyndir sínar og stefnumál, málar ekki mynd af því þjóðfélagi sem hann sjá og skapa sem ætti þó að vera honum leikur einn.

 


mbl.is Býður sig fram í forvali VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband