Frumkvöðlarnir miklu!

Í umfjöllun síðustu ára hefur tíðum mátt sjá helstu mógúla viðskiptalífsins kallaða frumkvöðla. Mörg nöfn mætti tína til í þessu sambandi, ég man þó sérstaklega eftir umfjöllun um Rannveigu Rist undir þessum formerkjum. Að kalla hana frumkvöðul er hins vegar fráleit nálgun, hún hefur væntanlega verið enn á barnsaldri þegar álverið í Straumsvík var reist. Fleiri sem hafa fengið ámóta "stjörnuumfjöllun" mætti nefna. Sigurður Helgason var hins vegar brautryðjandi í raun og sann; í hans tíð sem stjórnandi Loftleiða í Bandaríkjunum markaði fyrir tækið sér sess sem hippaflugfélagið sem bauð ódýrustu fargjöldin yfir Atlantshafið. Þáttur Sigurður er hér að sönnu afar stór, en rétt er að halda til haga nöfnum fleiri svo sem Alfreðs Elíassonar forstjóra félagsins og Kristjáns Guðlaugssonar stjórnarformanns. Eru þá margir ónefndir.

 


mbl.is Sigurður ruddi lággjaldaflugfélögum braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband