13.2.2009 | 21:12
Nýtt stjórnarmynstur í kortunum!
Í tímans rás hefur raunin jafnan verið sú að Vinstri grænir skora hátt í könnunum. Raunar aldrei jafn hátt sem á líðandi vetri enda var flokkurinn þá einstaklega heppinn með andstæðing; dáðlitla ríkisstjórn sem ekki tókst að hrinda bráðaaðgerðum í efnahagsmálum framkvæmd. Allt þetta átti sinn þátt í því að vinstri flokkarnir, sem skyndilega höfðu öðlast brimandi sjálfstraust, ákváðu að taka höndum saman um myndun ríkisstjórnar með fulltingi Framsóknar. Þeir skutu Sjálfstæðisflokknum aftur fyrir sig sem nú er skyndilega er kominn í stjórnarandstöðu og gerir það gott. Íhaldið rífur kjaft, hamast og djöflast gegn andstæðingum sínum og er kominn í þá aðstöðu að geta unnið bærilegan varnarsigur í kosningunum í vor. Vinstri grænir munu þegar landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. apríl tapa forðukenndu fylgi sínu af því þeir toppa alltaf á vitlausum tíma. Ný framboð eru enn ekki komin fram og við skulum afskrifa þau strax. Samfylkingin mun fá sæmilega kosningu í vor en Frjálslyndum blæðir út. Framsókn bætir vel vð sig rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn enda ekki ólíklegt að þessir flokkar taki upp samstarf að loknum kosningum. Sanniði til!!
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |