Í rétttrúnaðarríkinu

Yfirlýsingar Vilhjálms Bjarnasonar koma ekki á óvart. Þegar meint góðæri var í hámarki var krafist skilyrðislauss rétttrúnaðar um ágæti fjármálafyrirtækjanna og stefnu þeirra. Engu var líkara en stjórnendur bankanna hefðu étið óðsmannsskít, svo vitnað sé til vestfirskrar málhefðar en þar merkir þetta orðatiltæki að menn vaði fram af gassagangi og án allrar fyrirhyggju. Nú þegar litið er til baka virðist hins vegar sem svo að flest í gagnrýni Vilhjálms Bjarnasonar hafi átt við rök að styðjast. Hann er maður sem þorir; og þannig menn einmitt þurfum við Íslendingar í þeim erfiðleikum sem nú þarf að glíma við. 
mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband