Í 180 gráður!

Krafan um nauðsyn kosninga kemur úr öllum áttum. Flestir í Samfylkingu tala þannig og æ fleiri sjálfstæðismenn. Ríkisstjórnin lafir ennþá en þó er öllum ljóst að dagar hennar eru taldir. Athyglisverð er yfirlýsing Ágústs Ólafs Ágústssonar varaformanns Samfylkingarinnar sem var í broddi fylkingar á fundi Reykjavíkurfélags flokksins þar sem samþykkt var ályktun um að slíta bæri stjórnarsamstarfinu. Eftir fundinn sagði Ágúst Ólafur hins vegar að á meðan flokkur hans starfaði með Sjálfstæðisflokknum í stjórn væri það af fullum heilindum gert. Með þessu tókst litla manninum að tala algjörlega í 180 gráður í stuttu viðtali og varpa jafnframt algjörlega nýju ljósi á það í hverju heilindi í samstarfi felast.

 

 


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband