Á stórum stundum

Oft er sagt að á stórum stundum og þegar vofveiflegir atburðir gerast sameinaðist íslenska þjóðin í einni sál. Vonandi er það ekki liðin tíð. Við núverandi aðstæður er mótmælum í raun sjálfhætt. Hverju þarf að mótmæla? Boðað hefur verið til kosninga, ríkisstjórnin er á förum og báðir formenn stjórnarflokkanna fársjúkir og á leið út af hinu pólitíska sviði. Algjör uppstokkun er framundan. Á þessum tímapunkti er samstaða þjóðarinnar mikilvægust. Með sundrungu sökkvum við enn dýpra. Geir H. Haarde og fjölskyldu hans sendi ég hlýjar kveðjur og óskir um bata. Geir þekki ég lítið. Get þó sagt eitt: það er hlýr svipur í augunum hans sem oft eru sögð spegill sálarinnar.

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband