Gengið á lagið!

Kjarasamningar eru undirritaðir og laun eru hækkuð. Verslanir nýta sér lagið og hækka verð vöru og þjónustu. Kaupmátturinn hrynur. Vextirnir eru í hæstu hæðum, verðbólgan fer sem logi um akur og lán bundin lánskjaravísitölu hækka dag frá degi. Algjör óvissa ríkir um framhaldið og valda þar miklu þær viðsjár sem nú eru í pólitíkinni. Á þessum tímapunkti er tel ég því mikilvægast að menn hreinsi borðið og boði til nýrra kosninga. Öðruvísi sköpum við ekki friðvænlegt andrúmsloft í þjóðfélaginu, sem er forsenda þess að við náum einhverjum tökum á hrikalegum vandamálum. Læt þó liggja milli hluta hvort nýrri ríkisstjórn takist betur upp en þeirri sem nú situr. Mikilvægast er að lægja öldurnar.

 

 


mbl.is Kaupmáttur minnkar um 8,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband