22.1.2009 | 09:10
Súrefni samfélagsins
Gylfi Arnbjörnsson núverandi forseti ASÍ lýsti á sínum tíma yfir fylgisspekt samtakanna við Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu. Slíkar yfirlýsingar voru og eru fáránlegar. Fjöldahreyfing launafólks er skipuð fólki sem hefur jafn ólíkar skoðanir á stjórnmálum og það er margt. Að gera ASÍ að einhverskonar útibúi Samfylkingarinnar er jafn fáránlegt og að Samtök atvinnulífsins gerðust með yfirlýsingingum sínum óformleg deild innan Sjálfstæðisflokksins. Að undanförnu höfum við svo séð til Bændasamtakanna með fundaherferð gegn Evrópusambandinu, enda þótt ætla megi að bændur hafi jafn ólíkar skoðanir á Evrópumálum og þeir eru margir. Það væri sjálfsögðu kurteisi af hálfu bændaforystunnar að kynna viðhorf bæði með og á móti aðild að ESB. Að þessu orðum samandregnum vildi ég því sagt hafa að afdráttarlausar yfirlýsingar þverpólitískra hagsmunasamtaka eru mjög óviðeigandi. Krafa ASÍ um þingkosningar nú er þessu marki brennd. Alþýðusambandið getur ekki stöðu sinnar vegna krafist þingkosninga, enda þó svo einstaka forystumenn þeirra samtaka - líkt og annara - geti og eigi að sjálfsögðu að viðra sín persónulegu viðhorf. Frjáls umræða er súrefni lýðræðislegs samfélags.
ASÍ vill nýja ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |