16.1.2009 | 23:33
Línurnar skýrast
Sú ályktun í Evrópumálum sem Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt er þýðingarmikil. Með henni liggur fyrir, með skýrum og afdráttarlausum hætti, hvert flokkurinn skuli stefna hvað varðar samskipti ESB og Íslands. Sömuleiðis mun stefnumörkun ráða miklum um niðurstöður í formannskjöri nk. sunnudag. Nýr formaður verður jafnframt bundinn af Evrópustefnu flokksþingsins, sem er hið fjölmennasta í sögu Framsóknar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er undir lok mánaðarins þar sem Evrópumálin verða í brennidepli. Víða annarsstaðar, svo sem hjá samtökum vinnumarkaðarins og í ýmsum hagsmunasamtökum, leita menn nú besta lags í Evrópumálum með þá von í brjósti að hin hrjáða þjóð í norðrinu geti sótt gull í greipar Brussel. Hvort sem sú er raunin er alltjend til bóta, að skýrar línur á vettvangi stjórnmálanna liggi fyrir. Slíkt er mikilvægt veganesti í þeirri uppbyggingu sem nú er framundan.
Framsókn vill sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |