Fyrirmyndin er Obama

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem tekur við veldissprotanum næsta þriðjudag, hefur látið þau boð út ganga að hans fyrsta verk verði að grípa til róttækra aðgerða til að bjarga hag heimilanna þar í landi. Miklum fjármunum verður dælt inn í hagkerfið til að bjarga því sem verður. Vissulega eru aðstæður í Bandaríkjunum og hér heima fjarri því sambærilegar, en mikið væri nú annars huggulegt ef ríkisstjórn Geirs H. Haarde gripi til einhverra sambærilegra ráðstafana. Á Íslandi eru þúsundir fjölskyldna í sárustu neyð vegna verðtryggingar húsnæðislána og gjaldeyrislána sem hækkað hafa von úr viti, hugsanlega vegna brasks íslensku bankanna til að bæta sína eigin stöðu. Ríkisstjórnin gerir hins vegar fátt og smátt til að mæta kröfum þessa fólks - og nú er svo komið að andóf almennings virðist orðið sterkara pólitískt afl en hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar. Völdin eru að leka út úr höndum ríkisstjórnarinnar, sem vel mætti taka sér hinn þekkilega Obama sér til fyrirmyndar í röggsömum vinnubrögðum.


mbl.is 100 milljarðar dala til að taka á vanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband