Stappar nærri þjófnaði!

Sjúkrahúsin í landinu hafa í tímans rás átt allt sitt undir velvild og stuðningi hverskonar. Mikið af lækningatækjum þeirra eru gjafir frá kvenfélögum, karlaklúbbum og ýmsum félögum öðrum. Eru gjafirnar þá í flestum tilvikum eyrnamerktar viðkomandi stofnun og ætlast til af gefanda að þær séu notaðar þar. Nú þegar til stendur að gjörbreyta heilbrigðiskerfinu í landinu, flytja einstaka rekstrarþætti milli stofnana og leggja niður á öðrum vaknar sú spurning hvað verði um lækningatækin. Nefnt hefur verið í fréttum hve Hafnfirðingar hafa verið ötulir að gefa ýmsan búnað til St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Er hægt að flytja hann og nota á Keflavíkurspítala. Og væri hægt að taka búnað sem gefinn hefur verið sjúkrahúsinu á Króknum og nota á FSA. Í mínum huga stappar slík nærri að vera þjófnaður! Já, það fylgir því ekki bara sælan ein að þiggja gjafir sem þó eru gefnar af góðum hug!


mbl.is Heimsótti sjúkrahúsið á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband