Núllpunktur á röngum stað

Oft er því haldið fram að tveggja prósenta atvinnuleysi sé nokkurkonar núllpunktur. Séu færri án starfa sé atvinnuleysi ekki til. Þeir sem skráð hafi sig án atvinnu séu þá milli starfa, glími við einhverskonar veikindi, eigi frekar að vera á bótum almannatrygginga og svo framvegis. Samkvæmt þessum röksemdum er atvinnuleysi í dag 2,8% en ekki tæplega fimm. Núllpunkturinn er því ekki rétt staðsettur. Þetta breytir þó ekki grafalvarlegri stöðu sem á efalítið eftir að versna. Kominn er kyrkingur í allan þjóðarlíkamann. Framkvæmdir eru að stöðvast og hvatningarorð ráðamanna um að fólk sem er án vinnu eigi að drífa sig í nám hafa reynst tóm þvæla, þar sem fjárveitingar til skólanna eru skornar niður svo þeim er tæplega gerlegt að taka á móti nýjum nemendum. Annars hef ég leyft mér að trúa því til þessa að þegar kemur fram á útmánuði muni eitthvað losna um heljartök kreppunnar. Með lengri sólargangi eykst fólki bjartsýni - svo einfalt sem það hljómar. Og þá muni jákvæðari fréttir fá aukið vægi en síðustu mánuði hafa svartagallsraus og sögur af bankakólerunni verið allsráðandi.

 

 


mbl.is Atvinnuleysi 4,8% í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband