Helmingaskiptaregla

Sú var tíðin að í Reykjavík voru starfræktar fjölmargar lögfræðistofur, þar sem sjálfstæðismaður og framsóknarmaður störfuðu saman. Verkefni lögmanna, sem svona störfuðu, voru að sinna málum fyrir einstaklinga sem höfðu komist í brauðmola frá hernum; verktakagróða eða stríðspeninga. Ég óttast að sama muni gera nú. Valdir lögmenn og kaupahéðnar sem tilheyra Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki setja á laggirnar félög sem kaupa eignir sem ríkisreknir bankarnir hafa leyst til sín, til að mynda illa löskuð fyrirtæki og íbúðahúsnæði. Á þann hátt mun helmingaskiptareglan endurtaka sig. Úlfarnir eru fljótir að renna á slóð bráðarinnar. Stjórnmálamenn hafa uppi haft góð orð um að þeir sem missa eignir sínar fái stuðning eftir mætti, til dæmis í gegnum Íbúðalánasjóð. Vafasamt er hins vegar að taka eitthvað mark á þeim frómu fyrirheitum, þegar ríkissjóður er galtómur og 22% þeirra tekna sem inn koma, fara í vaxtagjöld.

 


mbl.is Vextir 22% af skattfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband