Skattaparadís í sveitinni

Útsvarslækkun í Fljótsdalshreppi sýnir í hnotskurn fráleita skipan sveitarfélaga í landinu, sem ekki er í takt við tímann. Tekur á engan hátt mið af núverandi þjóðfélagsaðstæðum; það er vinnumarkaði, samgöngum, skólahaldi og svo framvegis. Fljótsdælingar njóta útsvarstekna af Kárahnjúkavirkjun og geta fyrir vikið haldið álagningu í lágmarki. Sama gildir um nokkra aðra fámenna sveitahreppa sem njóta jaðartekna. Má þar nefna Ásahrepp í Rangárvallasýslu sem hefur fasteignagjöld af virkjunum á Tungnársvæðinu. Þar í sveit er útsvar í lægstu gildum. Sama er uppi á teningnum í Grímsnes- og Grafningshreppi í Árnessýslu og Skorradal í Borgarfirði þar sem hreppssjóðirnir fitna ógurlega af fasteignatekjum af sumarhúsum. Stækkun sveitarfélaga ein og sér leysir ekki allan vanda, eins og sumir vilja vera láta. Patentlausnir virka sjaldnast. En að fámennir sveitahreppar geti í ljósi óvenjulegra aðstæðna orðið að einskonar skattaparadís er auðvitað rugl.

 


mbl.is Eitt sveitarfélag lækkar útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband