Hagfótur og hamingja

Allt stendur þetta á pari. Framkvæmdir við álver í Helguvík eru að skríða af stað og í Straumsvík er stefnt að stækkun. Þetta kallar á byggingu orkuvera, bæði í Þjórsá og á Hellisheiði. Góðar tölur úr seyðamælingum gefa fyrirheit um að þorskkvótinn verði aukið lítið eitt á næsta fiskveiðiári. Fólk í ferðaþjónustu segir útlitið fyrir næsta sumar gott. Von sé á miklum fjölda erlendra ferðamanna hingað og vegna efnahagsástandsins sé líklegt að Íslendingar muni frekar halda sig heima en halda á sólarstrendur. Vestur í Bandaríkjunum ætti inngjöf stjórnvalda í hagkerfið að hafa skilað því að fyrirtæki sem yfir höfuð eiga sér lífsvon verða komin fyrir vind. Velgengni vestra smitar út frá sér og hagfóturinn ætti að verða kominn í eðlilega stærð um mitt ár 2010, eða þar um bil. En hagmingjan forði okkur frá því að gróðahyggjan blindi Íslendinga aftur og að búrar bankanna stjórni stóru sem smáu í þjóðlífinu.

 


mbl.is Sala á orku hefjist 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband